Bókasafn Reykjanesbæjar kynnir !
Notaleg sögustund með Höllu Karen: Síðasta laugardag hvers mánaðar kl. 11.30 les Halla Karen og syngur fyrir börn og fullorðna. Halla Karen Guðjónsdóttir hefur lengi verið í Leikfélagi Keflavíkur og segir sögur á leikrænan hátt. Sögustund Höllu Karenar er með vinsælli viðburðum í bókasafninu og alltaf mikil gleði hjá yngstu kynslóðinni.
Foreldramorgnar: Á fimmtudögum kl. 11 eru Foreldramorgnar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Boðið er upp á fræðsluerindi einn fimmtudag í mánuði og notalegt spjall hina fimmtudagana. Öll fræðsluerindi tengjast foreldrahlutverkinu og barnauppeldi á einhvern hátt og eru mæður og feður ungra barna sem og verðandi foreldrar hjartanlega velkomin. Foreldramorgnar hafa verið mjög vinsælir meðal foreldra í fæðingarorlofi.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Hrekkjavökufögnuður: Í vetrarfríi grunnskólanna 25. og 28. október.
Bókakonfekt barnanna: Höfundar barnabóka koma og lesa upp úr bókum sínum. Í kjölfarið af bókakonfekti barnanna verður jólaföndur í safninu. Nánari tímasetning auglýst síðar.
Íslenskur leshringur: Eldheitar og skemmtilegar bókaumræður! Hópurinn hittist þriðja hvern þriðjudag hvers mánaðar kl. 20.00 og ræðir saman þær bækur sem teknar eru fyrir í hverjum mánuði. Boðið er upp á kaffi og aðgangur ókeypis. Öll hjartanlega velkomin!
Pólskur leshringur: Leshringur sem fer fram á pólsku og er stýrður af leikkonunni og bókaunnandanum Sylwiu Zajkowska. Hópurinn hittist síðasta laugardags hvers mánaðar kl. 15.00 og ræðir saman um bók mánaðarins. Boðið er upp á kaffi og aðgangur ókeypis. Öll hjartanlega velkomin!
Heimskonur: Hópurinn er ætlaður konum af erlendum uppruna sem vilja hittast og eiga saman notalega samverustund. Þar geta þær deilt sögum sínum og reynslu, ásamt því að skapa tengslanet við aðrar konur í samfélaginu. Hópurinn er einnig opinn konum af íslenskum uppruna. Heimskonur hittast fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 12.00. Boðið er upp á kaffi og aðgangur ókeypis. Allar konur hjartanlega velkomnar!
Djasstónleikar: Samstarf Bókasafnsins og Tónleikafélagsins Ellý sem býður upp á ljúfa tóna bæði í Bókasafninu og í Bergi (Tónlistarskóli Reykjanesbæjar). Næstu tónleikar verða þann 17. október í Bókasafninu (tímasetning síðar), þar sem Djass sendiboðarnir stíga á stokk! Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
Bókasafnið mun einnig bjóða upp á fjölda annarra viðburða sem tengjast m.a. heilsu, tónlist, Íslendingasögum, garðyrkju o.fl. Allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi! Nánari upplýsingar koma inn á vefsíðu safnsins (Bókasafn Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is) og samfélagsmiðla (Facebook: Bókasafn Reykjanesbæjar, Instagram: @bokasafn).
Bókasafnið býður öll velkomin til að eyða tíma á safninu.