Félagsmiðstöðvarnar Fjörheimar og Brúin kynna !
Félagsmiðstöðvar í Reykjanesbæ fyrir 10-15 ára
Fjörheimar er félagsmiðstöð fyrir alla skóla í Reykjanesbæ og er opin alla virka daga frá 14:00-22:00 fyrir utan föstudaga en þá opnar 19:00, sérstakar opnanir eru fyrir miðstig þriðjudaga og fimmtudaga 17:00-19:00 og þá er lokað fyrir unglingastig.
Brúin er félagsmiðstöð sem staðsett er í Háaleitisskóla en opin öllum börnum og ungmennum í Reykjanesbæ, opnunartímar brúarinnar eru Mánudaga, miðvikudaga og annanhvern föstudag frá 19:00-21:30. Sérstakar opnanir eru fyrir miðstig mánudaga og miðvikudaga frá 17:00-19:00. Einnig er opið á skólatíma í nesti og frímínútum.
Upplýsingar um félagsmiðstöðvarnar:
Í Reykjanesbæ eru tvær félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni, félagsmiðstöðin Fjörheimar og félagsmiðstöðin Brúin.
Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna tómstunda- og félagsmálum utan hefðbundis skólatíma. Markhópur félagsmiðstöðvanna eru ungmenni í 8.-10. bekk, en einnig er í boði starf fyrir 5.-7.bekk. Félagsmiðstöðvar eiga að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Starfsemi félagsmiðstöðvanna er skipulögð af ungmennunum sjálfum í samráði við starfsfólk.
Boðið er upp á fjölbreytt skipulagt tómstundastarf þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikilvægt er að börn og ungmenni finni að þau séu velkomin og talað sé við þau á jafnréttisgrundvelli. Einnig gegnir félagsmiðstöðin ákveðnu forvarnarhlutverki, hvort heldur sem er í gegnum leik eða skipulögðu forvarnarstarfi.
Félagsmiðstöðin Fjörheimar -
- Sími: 4218890
Instagram Fjörheima @fjorheimarfelagsmidstod
facebook Fjörheima @fjorheimarfelagsmidstod
Forstöðukona Fjörheima er Gunnhildur Gunnarsdóttir
Félagsmiðstöðin Brúin við Háaleitisskóla
- Sími 4218890
Umsjónarmaður Brúarinnar er Jón Ragnar Magnússon
Instagram Brúarinnar er @bruinfelo
Netfang: fjorheimar@reykjanesbaer.is
Heimasíða - fjorheimar.is