Fjölsport Þróttar
Fjölsport Þróttar hófst haustið 2022 og er tilgangur þess að bjóða iðkendum að prófa að æfa fjölbreyttar íþróttir og gefa þeim tækifæri á að auka hreyfigetu sýna gegnum leik á skemmtilegan hátt. Hér gefst iðkendum einnig tækifæri til að prófa greinar sem eru ekki í boði innan félagsins og þannig öðlast reynslu af fjölbreyttri hreyfingu. Æfingar eru mismunandi fyrir hvern aldurshóp en þær eiga vera krefjandi og skemmtilegar fyrir iðkendur.
Æfingar fara fram í stóra sal í íþróttamiðstöðinni Vogum á þriðjudögum og fimmtudögum á eftirfarandi tímum:
1 - 3 bekkur: 14:30 – 15:30
4 – 7 bekkur: 15:30 – 16:30
8 – 10 bekkur: 16:30 – 17:30
Þjálfari: Jana Lind Ellertsdóttir
Nánari upplýsingar á throtturvogum.is