Foreldramorgnar á vegum Útskálakirkju
Foreldramorgnar eru í Kiwanishúsinu að Heiðartúni 4 Garði, alla miðvikudagsmorgna klukkan 10:30 til 12:00/12:30. Öll eru velkomin að eiga notalega stund með litlu krílunum. Boðið upp á veitingar og einnig eru leikföng á staðnum. Nóg pláss er til að skríða og ganga fyrstu skrefin sín og kynnast börnum á sama reki. ☺ Foreldrar kynnast og geta spjallað um börnin og barnauppeldið. Við fáum heimsókn tónlistarkonu 16. nóv. n.k. og sér hún um krílasálma sem er mjög þroskandi og áhugaverð samverustund foreldra og barna.
Öll hjartanlega velkomin óháð búsetu.
Nánari upplýsingar veitir Kristjana í síma 8645250
Notaleg samvera, veitingar, gleði og gaman. Tækifæri fyrir ungbaranforeldra að tengjast.