Hestamannafélagið Máni kynnir
Hestamannafélagið Máni býður uppá námskeiðið hestur í fóstur. Þessi námskeið eru fyrir alla sem langar að kynnast hestamennsku en eiga ekki hest. Þátttakendur fá hest, reiðtygi, hjálm og brynju og þurfa að hugsa um hestinn sem sinn eiginn þ.e kemba hestinum, moka skít, gefa hey, fara með hestinn í járningu og fl.
Að taka hest í fóstur getur verið góður undirbúningur ef maður hefur áhuga á að skella sér í hestamennskuna. Þar er leiðbeint hvernig á að hugsa um hesta, því hestamennskan snýst ekki bara um að stíga á bak og ríða af stað.
Einnig er í boði sérnámskeið fyrir þá sem eru með geðfötlun eiga við sálræn vandamál að stríða eða eru félagslega einangraðir.
Tengiliður er Guðrún Halldóra Ólafsdóttir (Dódó)