Hvatagreiðslur 67 ára og eldri !
Reglur um hvatagreiðslur fyrir íbúa 67 ára og eldri, í Reykjanesbæ.
1.grein
Reykjanesbær er heilsueflandi sveitarfélag og er markmið með hvatagreiðslum að hvetja eldri íbúa í Reykjanesbæ til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps.
2. grein
Niðurgreiðslur ná til félaga og viðurkenndra aðila sem eru með skipulagða kennslu/þjálfun.
Hámarksgreiðsla fyrir hvern iðkanda er 45.000 kr.
Framvísa skal frumriti af greiðslukvittun þátttökugjalds fyrir viðkomandi iðkanda eigi síðar en tveim mánuðum eftir að þátttöku í kennslunni/þjálfuninni lýkur.
Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur að hluta eða að fullu falla eftirstöðvar niður um áramót.
3. grein
Skilyrði fyrir veitingu hvatagreiðslu er:
- Iðkandi eigi lögheimili í Reykjanesbæ og verði 67 ára á árinu eða eldri.
- Stundi íþrótta/tómstundastarf sem stuðli betri heilsu og hreysti.
- Framvísun frumrits af greiðslukvittunum þátttökugjalds iðkanda á tilskildum tíma.4. grein
Sækja skal um Hvatagreiðslur á vefsíðu Sportabler þegar greidd eru æfingagjöld. Þeir aðilar sem ekki eru með slíkt kerfi gefa út kvittun sem að viðkomandi kemur með í Þjónustuver Reykjanesbæjar og fyllir þar út eyðublað. Hvatagreiðslan verður svo greidd inn á reikning viðkomandi við fyrsta tækifæri.
Samþykkt á 43 fundi lýðheilsuráðs þann 21. nóvember 2023