
Körfuknattleiksdeild UMFN kynnir sumarið 2025
Körfuknattleiksdeild UMFN
Sumarið 2025
Sumaræfingar yngriflokka Njarðvíkur
Sumaræfingarnar byrja mánudaginn 9.júní. Stefnt verður að vera með tvö þriggja vikna námskeið í sumar. Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvaða aldurshópar verða á sumaræfingunum í sumar. Styrkjarþjálfun verður fyrir 7.flokk og eldri tvisvar í viku.
Unnið verður mikið í einstaklingsæfingum, t.d. boltatækni, skotum og ýmsum æfingum tengdum einstaklingsvarnarleik. Nú er besti tíminn til að leggja liðsæfingar til hliðar og vinna í ýmsum öðrum þáttum leiksins sem oft gefst ekki nægur tími til að vinna í á veturna.
Hið árlega körfuboltanámskeið verður haldið eina viku í júní fyrir 1.-4.bekk
Allir í Njarðvík.
Skráningarvefur UMFN.
https://www.sportabler.com/shop/njardvik
Allar upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu UMFN þegar nær dregur