Kórinn Eldey 60 +
Eldey, kór eldri borgara býður öllum 60+ að koma og syngja með okkur.
Kórinn Eldey var stofnaður í september 1991 og hefur allar götur síðan verið starfræktur og vel virkur.
Æfingar eru á hverjum þriðjudegi í Kirkjulundi kl. 16.00--18.00 kórstjóri er Arnór B. Vilbergsson sem stjórnað hefur kórnum frá árinu 2012.
Kórinn hefur frá því hann var stofnaður alltaf farið á Hjúkrunarheimilin á Suðurnesjum tvisvar á ári, á vorin í maí og svo fyrir hver jól og sungið á hjúkrunarheimilunum fyrir vistmenn.
Einnig hefur Eldey tekið þátt í kóramóti á hverju ári með 4 öðrum kórum frá Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi og Árborg og eru þetta skemmtilegar stundir þar sem kórarnir sygja hver í sínu lagi og svo allir saman þetta er alltaf á vorin.
Kórinn fer alltaf óvisuferð á vorin, þetta er dagsferð sem alltaf hafa verið svo skemmtilegar.
Við reynum svo að gea ýmislegt saman annað bara eins og andinn býður okkur hverju sinni, s.s. að hitta aðra kóra, fá kóra til okkar í heimsókn, fara til útlanda og erum við einmitt að fara núna í september til Ítalíu og höfum farið áður nokkrar utanlandsreisur í gegnum tíðina.
Kvöldskemmtanir, þorrablót hafa líka verið á okkar dagsskrá.
Við bjóðum ykkur endilega að slást í okkar góða hóp, lyfta andanum með söng og hljóðfæraslætti og þeir sem kunna á hljóðfæri ættu ekki að láta sig vanta hjá okkur það væri gaman að geta verið með okkar eigin hljómsveit með Arnóri okkar og svo bara hafa gaman saman.
Láttu sjá þig við tökum vel á móti ykkur.
f.h. Eldeyjar
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður Eldeyjar, kórs eldri borgara.