
Leik og sprell í Reykjanesbæ fyrir grunnskólabörn
Leik og Sprell verður í Reykjanesbæ 23.-27. júní og kennt er í Háaleitisskóla, kl. 14:00-17:00. Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá lögunum sem börnin hafa valið sér, spuna og leik búum við til sýningu sem er opin fyrir aðstandendur.
Námskeiðið kostar 28.000 krónur en athygli er vakin á því að hægt er að nýta sér frístundastyrkinn. Skráningar fara fram í gegnum Abler eða á leikogsprell.is