
Listaskóli barna !
Listaskóli barna!
Skapandi starf fyrir öll börn fædd 2013 – 2018.
Boðið verður upp á hálfs dags sumarnámskeið með áherslu á skapandi starf á vegum Reykjanesbæjar í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
Markmiðið með Listaskóla barna er að skapa þægilegt og gott andrúmsloft þar sem sköpunargáfa barnanna fær að njóta sín. Námskeiðið er tvíþætt þar sem börnin eru annars vegar í Frumleikhúsinu og taka þátt í spuna, fara í hópeflisleiki og vinna að stuttu frumsömdu leikriti sem sýnt er á Listahátíð í lok námskeiðsins. Hins vegar eru börnin í Svarta-Pakkhúsinu þar sem unnið er með skapandi efnivið sem börnin sýna einnig á Listahátíðinni. Á námskeiðinu er alltaf í boði að fara í útiveru en einnig brjótum við upp hefðbundið skipulag ef veður er sérstaklega gott.
Tvö námskeið verða í boði
A) 10. – 27. júní fyrir hádegi kl. 8:30-11:30 (ekki námskeið 17. júní)
B) 10. – 27. júní eftir hádegi kl. 12:30-15:30 (ekki námskeið 17. júní)
Einungis má skrá hvert barn á annað námskeiðið. Þátttakendum verður skipt upp í hópa eftir aldri innan hvers námskeiðs og fá börnin að velja með hverjum þau eru í hóp.
Athugið að þak er á fjölda þátttakenda á námskeiðinu svo hægt sé að sinna hverjum og einum eftir bestu getu.
Í lok námskeiðsins er haldin listahátíð, fimmtudaginn 26. júní kl. 10:30 fyrir börn á námskeiðinu fyrir hádegi og kl. 14:30 fyrir börn á námskeiðinu eftir hádegi, þar sem börnin bjóða fjölskyldu og vinum að sjá afrakstur námskeiðsins.
Staðsetning
Höfuðstöðvar Listaskólans verða í Svarta pakkhúsinu að Hafnargötu 2 en jafnframt verður notuð aðstaða í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17. Þátttakendur hefja daginn og ljúka honum í Svarta pakkhúsinu.
Gjald
Námskeiðsgjald er kr. 20.800 og er allt efni innifalið í verðinu. Veittur er 20% systkinaafsláttur.
Innritun
Innritun hefst mánudaginn 12. maí kl. 9:00 á eftirfarandi slóð: https://forms.gle/Fm7aDX8EiqgprbqD9 sem opnast mánudaginn 12.maí kl. 9:00
Umsjón
Umsjónarmaður Listaskólans er Halla Karen Guðjónsdóttir sem haft hefur umsjón með Listaskólanum undanfarin ár.