
Sumarfrístund - Frístundaheimili grunnskóla - frá 11. ágúst 2025 fyrir börn fædd 2019
Sumarfrístund - Frístundaheimili grunnskóla - frá 11. ágúst 2025 fyrir börn fædd 2019
Frístundaheimili grunnskólanna (Sumarfrístund), fyrir tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2019), verða opin frá 11. ágúst til skólasetningar. Markmiðin með þessari opnun eru m.a. að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda, að aðlögun nýrra leikskólabarna geti hafist sem fyrst að hausti og að aðlaga tilvonandi 1. bekkinga í grunnskólann sinn.
Skráning er hafin og fer fram í gegnum www.mittreykjanes.is eða http://www.sumar.vala.is og er skráning fyrir þetta tímabil ótengd skráningu fyrir frístundaheimilin eftir að skólastarf hefst. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börnin sín fyrir 12. maí.
Opnunartíminn verður frá 09:00 – 15:00. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti.
*15. ágúst verða frístundaheimilin í Akur-, Háaleitis-, Heiðar-, Holta, Myllubakka- og Njarðvíkurskóla opin frá 10:00 – 15:00 þar sem starfsmannafundur er í upphafi dags.
**15. ágúst verður frístundaheimilið Stapaskóla lokað vegna námskeiðs hjá starfsfólki.
ATH! Foreldrar með systkini á leikskólum eða hjá dagforeldrum eru beðnir um að setja inn upplýsingar um systkin vegna fjölskylduafsláttar í reitinn annað.
Frístundaheimili Akur-, Háaleitis-, Heiðar-, Holta, Myllubakka- og Njarðvíkurskóla
Gjaldskrá fyrir tímabilið 11. – 22. ágúst 2025
(*Opið frá 10:00-15:00 15. ágúst)
Frístund í 10 daga frá kl. 09:00 – 15:00 - 23.847 kr.
- þar af hádegismatur og síðdegisnesti - 7.871 kr
Fjölskylduafsláttur (eingöngu af tímagjaldi – 15.977 kr) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla.
Frístundaheimili Stapaskóla
Gjaldskrá fyrir tímabilið 11. – 22. ágúst 2025
(**Lokað 15. ágúst)
Frístund í 10 daga frá kl. 09:00 – 15:00 - 21.706 kr.
- þar af hádegismatur og síðdegisnesti - 7.084 kr
Fjölskylduafsláttur (eingöngu af tímagjaldi – 14.623 kr) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla.